Sumarfrí og upphaf haustannar

22 jún 2018

Sumarfrí og upphaf haustannar

Allir nemendur sem sóttu um nám við Menntaskólann á Ísafirði á haustönn 2018 ættu að hafa fengið bréf með helstu upplýsingum um bæði skólann og skólastarfið í haust.

Hægt er að sækja um nám í skólanum hér á heimasíðunni. Sótt er um nám í dagskóla hér og nám í fjarnámi hér. Umsóknum verður svarað strax eftir sumarfrí.

Nýnemakynning verður haldin miðvikudaginn 15. ágúst kl. 11:00 í fyrirlestrasal skólans, stofu 17. Opnað verður fyrir stundatöflur í INNU þriðjudaginn 14. ágúst. Upplýsingar um bækur má finna í INNU sem og hér á heimasíðu skólans. Foreldrafundur nýnema verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 18:00 og nýnemaferð verður farin 23.-24. ágúst.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní til 7. ágúst kl. 13:00 vegna sumarleyfa starfsfólks. Brýnum erindum má vísa til skólameistara, Hildar Halldórsdóttur (hildur@misa.is) eða aðstoðarskólameistara, Heiðrúnar Tryggvadóttur (heidrun@misa.is).

Til baka