3 verknámsnemendur til Danmerkur

5 mar 2018

3 verknámsnemendur til Danmerkur

Í gær fóru verknámsnemendur í skólaheimsókn í EUC Lillebælt í Fredericia í Danmörku. Nemendurnir þrír eru Steinn Daníel Þrastarson nemandi í grunndeild málmiðna og vélstjórnarnemarnir Ágúst Orri Valsson og Emil Uni Elvarsson. Munu þeir dvelja í Fredericia í alls þrjár vikur þar sem þeir fara bæði í tíma í skólanum en fara einnig og finna í fyrirtækjum.

Menntaskólinn og EUC Lillebælt, sem er stór verknámsskóli, hafa átt í farsælum samskiptum frá árinu 2011. Á haustin hafa komið danskir nemendur til okkar og á vorin hafa okkar nemendur farið til Danmerkur.

 

Til baka