Brautskráning í dag - beint streymi af athöfninni

18 des 2021

Brautskráning í dag - beint streymi af athöfninni

Í dag, laugardaginn 18. desember, verða brautskráðir 29 nemendur frá skólanum. Fer athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 14:00. Viðburðastofa Vestfjarða mun sýna beint frá athöfninni og má finna tengil á streymið hér

Brautskráðir verða 29 nemendur af 9 námsbrautum. 1 nemandi brautskráist með skipstjórnarnám A, 2 með skipstjórnarnám B, 2 sjúkraliðar, 2 af sjúkraliðabrú og 3 úr stálsmíðanámi. 23 nemendur útskrifast með stúdentspróf, 3 af félagsvísindabraut, 1 af náttúruvísindabraut, 14 af opinni stúdentsbraut og 4 með stúdentspróf af fagbraut.

Til baka