Brautskráning og skólaslit

21 maí 2021

Brautskráning og skólaslit

Á morgun, laugardaginn 22. maí kl. 13:00, fer fram brautskráning og skólaslit í Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju.

Brauskráðir verða 76 nemendur af 15 námsbrautum. Af útskriftarnemun eru 33 dagskólanemendur, 32 dreifnámsnemendur og 17 nemendur í fjarnámi.

10 nemendur útskrifast úr húsasmíði, 2 nemendur af lista-og nýsköpunarbraut, 7 nemendur af sjúkraliðabraut, 8 úr skipstjórnarnámi A, 4 úr skipstjórnarnámi B, 1 úr stálsmíði og 2 úr vélstjórnarnámi A. 4 nemendur útskrifast með diplómu í förðun. 47 nemendur útskrifast með stúdentspróf, 4 af félagsvísindabraut, 5 nemendur af náttúruvísindabraut, 2 nemendur af náttúruvísindabraut - afreksíþróttasviði, 18 nemendur af opinni stúdentsbraut, 8 nemendur af opinni stúdentsbraut – afreksíþróttasviði, 3 nemendur af opinni stúdentsbraut með áherslu á háriðngreinar og 8 nemendur útskrifast með stúdentspróf af fagbraut.

Vegna samkomutakmarkana eru eingöngu boðsgestir velkomnir í athöfnina. Hægt verður að hofa á athöfnina í beinu streymi frá Viðburðastofu Vestfjarða með því að smella hér

 

Til baka