Geðheilbrigði, geðsjúkdómar og úrræði

8 mar 2018

Geðheilbrigði, geðsjúkdómar og úrræði

Hugrún er félag sem haldið er uppi af áhugasömum háskólanemum sem brenna fyrir því að bæta vitneskju og umræðu um geðheilbrigði, útrýma fordómum og efla ungmenni. Frá stofnun félagsins hefur vinna þess aðallega falist í því fræða framhaldsskólanema um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði.
 
vefsíða Hugrúnar fór í loftið þann 7. mars en þar má nálgast helstu upplýsingar og fræðsluefni um geðheilbrigði og viðeigandi úrræði. Heimasíðan er sett fram með það að markmiði að vera skýr og aðgengileg fyrir ungt fólk.
 
Samhliða opnun heimasíðunnar fór af stað herferðin #Huguð en í henni fékk Hugrún hóp fólks til að deila reynslu sinni af ólíkum geðsjúkdómum og geðröskunum. Herferðinni er ætlað að vekja athygli á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem sem standa til boða. Hér má sjá eina af reynslusögunum.
 
Hugum að geðheilbrigði. Verum #Huguð.
 
 

Til baka