Gettu betur - MÍ mætir Borgarholtsskóla í kvöld

12 jan 2022

Gettu betur - MÍ mætir Borgarholtsskóla í kvöld

Mariann, Sigurvaldi Kári og Oliver. Í æfingakeppni gegn kennurum í síðustu viku.
Mariann, Sigurvaldi Kári og Oliver. Í æfingakeppni gegn kennurum í síðustu viku.

Í kvöld kl. 21 mun MÍ hefja keppni í Gettu betur 2022. Lið MÍ mun þá mæta liði Borgarholtsskóla en keppnin verður í beinu streymi á ruv.is. Mælt er með að smella á þennan hlekk til að finna leið inn á streymið.

Keppendur MÍ hafa æft af kappi undanfarnar vikur undir stjórn þjálfarans Einars Geirs Jónassonar og Jóns Karls Ngosanthiah Karlssonar sem er Málfinnur NMÍ. Einn liður í æfingaferlinu var æfingakeppni við kennara í síðustu viku. Reynslumikið kennaraliðið marði sigur í keppninni en lið nemenda stóð sig vel og er reynslunni ríkara.

Við óskum þeim Mariann Rähni, Oliver Rähni og Sigurvalda Kára Björnssyni sem skipa lið MÍ, góðs gengis í keppninni í kvöld!

Til baka