Gettu betur 1. umferð 2021

15 des 2020

Gettu betur 1. umferð 2021

Gettu betur lið MÍ mætti liði kennara í undirbúningi fyrir keppnina í janúar 2020.
Gettu betur lið MÍ mætti liði kennara í undirbúningi fyrir keppnina í janúar 2020.

Búið er að draga í fyrstu umferð Gettu betur sem hefst eftir áramót. 

Menntaskólinn á Ísafirði mun mæta Menntaskólanum á Laugarvatni í fyrstu umferð sem fram fer miðvikudaginn 6. janúar. 

Lið Menntaskólans á Ísafirði er í ár skipað þeim Einari Geir Jónassyni, Davíð Hjaltasyni og Dagbjörtu Ósk Jóhannsdóttur.

Þjálfari liðsins eins og í fyrra er Veturliði Snær Gylfason. Liðið hefur stundað æfingar á haustönn. 

Liðið náði frábærum árangri í fyrra og komst í 8 liða úrslit og þar með í sjónvarpshluta keppninnar.

Við óskum Gettu betur liði MÍ góðs gengis í fyrstu umferð. 

Til baka