Góð aðsókn að opnu húsi í MÍ

11 mar 2016

Góð aðsókn að opnu húsi í MÍ

Góð aðsókn var að opnu húsi í skólanum í gær. Fjölmargir sóttu skólann heim og kynntu sér það nám sem hér er í boði og skoðuðu húsakynnin. Nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra hafði verið boðið sérstaklega á viðburðinn. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir þeirra sáu sér fært að mæta þrátt fyrir vetrarveðrið. Ratleikur var í gangi á meðan á heimsókninni stóð og búið er að draga út vinningshafann sem er Birna Sigurðardóttur. Við óskum Birnu til hamingju og hún getur vitjað vinningsins, páskaeggs nr. 7 frá Nóa Síríus, á skrifstofu skólans í dag.

Til baka