Grunnskólanemar í heimsókn

14 mar 2024

Grunnskólanemar í heimsókn

1 af 3

Rúmlega sextíu 10. bekkingar úr grunnskólum af Vestfjörðum komu í heimsókn í MÍ í gær. Nemendurnir fengu kynningu á skólanum, náminu og félagslífinu og svo var farið í skoðunarferð um húsnæði skólans í smærri hópum. Það voru nemendur á 2. og 3. ári, þau Solveig Amalía, Katrín Bára, Marcel, Helgi Rafn, Embla Kleópatra og Guðrún Helga, sem leiddu verðandi MÍ-inga um skólann ásamt starfsfólki og stóðu sig ákaflega vel í að segja frá og svara spurningum.

Kennarar í verklegum greinum sýndu sínar stofur og kynntu námsframboð og í lok heimsóknar var svo öllum boðið í mat í mötuneytinu. Þar var einnig dregið í ratleik sem nemendur höfðu tekið þátt í á leið sinni um skólann, sú heppna var Árný Fjóla úr GÍ og fékk hún páskaegg í verðlaun.

Eftir matinn lögðu flestir leið sína niður í gryfju þar sem Háskólarnir voru með kynningarbása og sum skelltu sér einnig niður í Vestfjarðarstofu á vörumessu eftir hádegið. Það var ákaflega gaman að fá þennan myndarlega hóp 10. bekkinga í heimsókn og við hlökkum mikið til að fá þau í skólann í haust. 

Til baka