Kappróður 2018

10 okt 2018

Kappróður 2018

Hinn árlegi kappróður MÍ var haldinn í blíðskaparveðri þann 10. október. Alls tóku átta lið þátt í keppninni að þessu sinni, en hvert lið er skipað sex ræðurum og einum stýrimanni. Mjótt var á munum á milli efstu liða en leikar fóru þannig að liðið bleikir fílar var í fyrsta sæti á tímanum 2:01.71. Í öðru sæti voru Georg og félagar á tímanum 02:04.40 en fast á hæla þeim kom Karlalið starfsmanna á tímanum 02:04.92. Að keppni lokinni grillaði stjórn nemendafélags MÍ ofan í mannskapinn. 

Við þökkum öllum liðunum kærlega fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurunum innilega til hamingju. Heildarúrslit keppninnar má finna hér fyrir neðan.

Úrslit í kappróðri 2018

Til baka