Nemendasýningin Sjö punktar

8 maí 2023

Nemendasýningin Sjö punktar

Miðvikudaginn 10. maí kl. 14:30-15:30, verður opnun sýningar á lokaverkefnum nemenda í áfanganum MYNL2FF05 í Edinborgarhúsinu.

Nemendur í áfanganum hafa unnið að lokaverkefnum sínum síðustu vikur. Megin útgangspunkturinn er formfræði og fjarvídd sem fól m.a. í sér hlutateikningu, klippimyndir, fjarvídd, formfræði og skapandi vinnu.

Fjölbreytt verk verða á sýningunni þar sem hver og einn vinnur út frá sinni persónulegu nálgun á náminu.

Yfirskrift sýningarinnar er Sjö punktar og verður hún opin á opnunartíma Edinborgarhússins til 24. maí.

Vonumst til að sjá sem flesta

Til baka