Nýtt valnámskeið - Yoga nidra

25 feb 2020

Nýtt valnámskeið - Yoga nidra

 

Fyrirhugað er að fara af stað með nýtt 6 vikna valnámskeið í Yoga nidra. Kennt verður tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum eftir skóla.

 

Yoga nidra er liggjandi, leidd hugleiðsla og djúpslökun. Áhyggjur, streita og spenna líða burt þegar djúpri slökun er náð. Hver sem er getur stundað Yoga nidra, það þarf bara að mæta á dýnuna í þægilegum fötum. Kennt í MÍ.

 

Skráning fer fram hjá Heiðrúnu Tryggvadóttur aðstoðarskólameistara (heidrun@misa.is) í síðasta lagi 26. febrúar.

Til baka