Tilkynning frá skólameistara

16 apr 2020

Tilkynning frá skólameistara

Kæru nemendur.

 

Velkomnir aftur eftir páskafrí. Við erum ótrúlega ánægð með hvernig nemendur hafa tekist á við breyttan veruleika og umturnun á skólastarfi. Það sér fyrir endann á þessari önn og við hvetjum ykkur til að halda áfram að stunda námið af kostgæfni og hafa það í huga að það birtir upp um síðir. Frekari útfærsla á annarlokum verður kynnt á skólafundi n.k. þriðjudag.

Þriðjudaginn 21. apríl kl. 10:30 verður haldinn skólafundur með nemendum, kennurum og stjórnendum skólans á Teams.  

Á fundinum munu Jón Reynir skólameistari, Heiðrún aðstoðarskólameistari og Stella náms- og starfsráðgjafi fara yfir stöðuna og tilkynna hvernig skipulagið verði á opnun skólans og hvernig námslokum verður háttað.

Nemendur eru hvattir til að mæta á skólafundinn til að fá upplýsingar um framhaldið og leggja fram spurningar og vangaveltur sínar.

Nemendur fá leiðbeiningar, sem og kóða til að komast inn í hópinn á Teams, sendar með tölvupósti mánudaginn 20. apríl. 

Gangi ykkur öllum áfram vel og hafið samband við skólann og kennarana ykkar ef þið hafið einhverjar spurningar.

 

Með góðri kveðju,

Jón Reynir 

Skólameistari MÍ

Til baka