Innra og ytra mat

Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi er skipt í ytra og innra mat. Ytra matið er framkvæmt af utanaðkomandi aðila og er yfirvöldum til upplýsingar um skólastarfið og hvernig þeim fjármálum er hagað sem skólinn fær. Ytra mat á vegum Mennta- og menningrmálaráðuneytis fór síðast fram vorið 2015 og niðurstöður ytra matsins barst skólanum í október 2015.

Sjálfsmat skólans sem er formlegt innra mat er ætlað að vinna skólanum gagn og í því felst eftirlit með öllum þáttum skólastarfsins.   Samkvæmt 41. grein laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 ber hverjum framhaldsskóla að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 40. gr. laganna. Í 40. grein laga um framhaldsskóla nr.92/2008 segir að markmið mats með gæðum framhaldsskóla sé að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda.
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla.
  • Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
  • Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.  

 

Innra mat

Ytra mat