Foreldraráð MÍ
Foreldraráð Menntaskólans á Ísafirði var stofnað þann 6. desember 2001. Ein af helstu ástæðunum fyrir stofnun þess var hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár. Félagar eru þeir foreldrar eða forráðamenn nemenda sem eru undir 18 ára aldri en foreldrum eldri nemenda er einnig frjálst að gerast félagar.
Samkvæmt 50. grein í lögum um framhaldsskóla frá 2008 nr. 92 segir:
"Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.
Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur."
Markmið foreldraráðsins eru m.a.:
- að efla samstarf foreldra /forráðamanna og starfsfólks/nemenda skólans
- að styðja heimili og skóla í að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði
- að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál
- að vera samstarfsvettvangur foreldra / forráðamanna innbyrðis standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og aukins þroska
- að veita skólanum lið, svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma
Foreldraráð er skipað 5 fulltrúm, 4 foreldrum/forráðamönnum og 1 kennara sem valinn er á kennarafundi. Formaður er kosinn sérstaklega en stjórn skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Foreldraráð MÍ veturinn 2023-2024 skipa:
Sæbjörg Freyja Gísladóttir (formaður)
Aðalheiður Jóhannsdóttir (ritari)
María Lárusdóttir (áheyrnarfulltrúi í skólaráði)
Tuuli Raehni (meðstjórnandi)
Heiðar Birnir Torleifsson (meðstjórnandi)
Hafdís Gunnarsdóttir (meðstjórnandi)
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir (fulltrúi kennara)
Erna Sigrún Jónsdóttir (varamaður)
Fundargerðir foreldraráðs
Gagnlegir tenglar fyrir foreldra:
Virkir foreldrar betri framhaldsskóli